Háskólinn í Sierra Leone fær gefins tölvubúnað frá Íslandi

24.11.16

Það var mikil gleði í Háskólanum í Sierra Leone þegar Aurora, í samstarfi við Arion banka og Samskip, afhenti skólanum 10 tölvur, 5 stóra skjái og ýmissan annan tölvubúnað. Afhendingin markaði upphaf að nýju tölvuverkefni Auroru en innan skamms mun verða haldið annað frítt tölvunámskeið, eftir vel heppnað námskeið fyrr á árinu. Þetta verkefni er samstarfsverkefni Auroru og Idt labs í Sierra Leone og Arion banka og Samskip á Íslandi. Arion banki gaf fjölmargar tölvur, stóra skjái og ýmissan tölvubúnað fyrir þetta verkefni og SAMSKIP hélt áfram stuðningi sínum frá því fyrr á árinu og gaf einnig ýmsan búnað auk þess sem SAMSKIP sá alfarið um að koma varningnum frá Reykjavík til Sierra Leone.

IMG_9453

Hluti af tölvuverkefninu að þessu sinni er að gefa Háskólanum í Sierra Leone tölvur og annan mikilvægan tölvubúnað fyrir háskólann. Dr. Fatmatta B. Taqi framvæmdastjóri Academic and Career Advisory & Counseling Services og Antoinette Turay sem einnig vinnur hjá háskólanum tóku á móti tölvubúnaðinum fyrir hönd skólans. Þær skiluðu miklu þakklæti frá upplýsingasviðið háskólans, en tölvubúnaður af hvaða tagi sem er, er vægast sagt af mjög skornum skammti í öllum þremur skólum háskólans. Háskólinn í Sierra Leone er sá elsti í allri Vestur Afríku og var stofnaður í febrúar árið 1827 og mun því fljótlega fagna 190 ára afmæli sínu.

Get to know Bai Conteh from Cohort 5 – Aurora Impact

Get to know Bai Conteh from Cohort 5 – Aurora Impact

Bai Conteh, a member of Cohort 5 at Aurora Impact, embodies the qualities of an entrepreneur wholeheartedly. Through his unwavering commitment and thirst for knowledge, Bai has not only overcome the challenges of operating in a volatile economic climate but has also...

3 day CANVA training!

3 day CANVA training!

The 3-day Canva training took place from 30th May to 1st of June 2023 at Aurora Foundation. The training was facilitated by Kharifa Abdulai Kumara and his team from DreamDay Technology. The main objective of the training was to provide participants with the necessary...

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

In the realm of business and health, there are individuals who possess a fervent passion for both. Sia Ann-Marie Yajah, the founder of Indulge SL Limited, epitomizes this unique combination. With her unwavering commitment to personal and professional growth, Sia is...