Háskólinn í Sierra Leone fær gefins tölvubúnað frá Íslandi

24.11.16

Það var mikil gleði í Háskólanum í Sierra Leone þegar Aurora, í samstarfi við Arion banka og Samskip, afhenti skólanum 10 tölvur, 5 stóra skjái og ýmissan annan tölvubúnað. Afhendingin markaði upphaf að nýju tölvuverkefni Auroru en innan skamms mun verða haldið annað frítt tölvunámskeið, eftir vel heppnað námskeið fyrr á árinu. Þetta verkefni er samstarfsverkefni Auroru og Idt labs í Sierra Leone og Arion banka og Samskip á Íslandi. Arion banki gaf fjölmargar tölvur, stóra skjái og ýmissan tölvubúnað fyrir þetta verkefni og SAMSKIP hélt áfram stuðningi sínum frá því fyrr á árinu og gaf einnig ýmsan búnað auk þess sem SAMSKIP sá alfarið um að koma varningnum frá Reykjavík til Sierra Leone.

IMG_9453

Hluti af tölvuverkefninu að þessu sinni er að gefa Háskólanum í Sierra Leone tölvur og annan mikilvægan tölvubúnað fyrir háskólann. Dr. Fatmatta B. Taqi framvæmdastjóri Academic and Career Advisory & Counseling Services og Antoinette Turay sem einnig vinnur hjá háskólanum tóku á móti tölvubúnaðinum fyrir hönd skólans. Þær skiluðu miklu þakklæti frá upplýsingasviðið háskólans, en tölvubúnaður af hvaða tagi sem er, er vægast sagt af mjög skornum skammti í öllum þremur skólum háskólans. Háskólinn í Sierra Leone er sá elsti í allri Vestur Afríku og var stofnaður í febrúar árið 1827 og mun því fljótlega fagna 190 ára afmæli sínu.

Aurora Impact Celebrates Success of Dynamic 3-Day Training with WODA

Aurora Impact Celebrates Success of Dynamic 3-Day Training with WODA

In a vibrant culmination of knowledge and entrepreneurial spirit, Aurora Impact has recently wrapped up a three-day training session in collaboration with the Women Development Association Sierra Leone (WODA). With over 42 dedicated participants who brought an...

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

From November 7th to November 14th, the esteemed board of the Aurora Foundation graced our organization with their presence. During their stay, they had the opportunity to familiarize themselves with our newly onboarded staff and paid visits to the talented artists...