Annasamar vikur í Lettie Stuart Pottery

17.10.18

Undanfarnar tvær vikur hefur Lettie Stuart Pottery iðað af lífi. Nýtt verkefni er í smíðum hjá Auroru – en það er að koma leirkeraverkstæðinu í Campbell Town, Sierra Leone, í fullan gang á ný ásamt því að starfrækja þar skóla. Guðbjörg Káradóttir og Halldóra Þorláksdóttir hafa verið að vinna undanfarnar vikur með keramikerum af svæðinu þeim Brima Koroma, Fatmata Lakoh og Mohamed A Sesay. Þau síðarnefndu munu sjá um alla kennslu í skólanum, en þau starfrækja einni keramikverkstæðið og sjá um alla framleiðslu.

Unnið var nótt og dag þessar tvær vikur og náði teymið einnig að heimsækja annað lítið keramikverkstæði í Mambolo. Lettie Stuart Pottery var tekið í gegn á meðan 18 mánaða prógram fyrir skólann var hannað. Einnig voru gerðar ýmsar tilraunir með bæði leir, glerjung og brennslu en allt hráefni kemur úr nærumhverfinu. Það var mikil jákvæð orga og gleði við völd allan tímann sem teymið starfaði saman og erum við sannfærð um að þetta verkefni eigi eftir að blómstra.

Fatmata sparkar af fullum krafti

Guðbjörg hannar eina af nýju vörunum sem verður til sölu í Lettie Stuart Pottery

Brima heldur eldinum í ofninum við – en brennslan tekur hálfan sólarhring og þarf að vaka stöðugt yfir honum

Mohamed undirbýr þurrkun á leirnum

Muhamed og Fatmata sigta þurrkaðan leirinn

Mat lagt á gæði glerjungsins

Málin rædd

Vel heppnuð brennsla – blómavasarnir tilbúnir, en þeir eru partur af Sweet Salone verkefni Auroru og eru vasarnir hannaðir af 1+1+1

Heimsókn til Mambolo Pottery Center

Leir sóttur út í mýri

Keramikerinn Mr. Otaim hjá heimagerða ofninum sínum

Kveðjuhóf fyrir Guðbjörgu og Halldóru

Get to know Bai Conteh from Cohort 5 – Aurora Impact

Get to know Bai Conteh from Cohort 5 – Aurora Impact

Bai Conteh, a member of Cohort 5 at Aurora Impact, embodies the qualities of an entrepreneur wholeheartedly. Through his unwavering commitment and thirst for knowledge, Bai has not only overcome the challenges of operating in a volatile economic climate but has also...

3 day CANVA training!

3 day CANVA training!

The 3-day Canva training took place from 30th May to 1st of June 2023 at Aurora Foundation. The training was facilitated by Kharifa Abdulai Kumara and his team from DreamDay Technology. The main objective of the training was to provide participants with the necessary...

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

In the realm of business and health, there are individuals who possess a fervent passion for both. Sia Ann-Marie Yajah, the founder of Indulge SL Limited, epitomizes this unique combination. With her unwavering commitment to personal and professional growth, Sia is...