Framkvæmdastjóri þróunarverkefna

16.12.14

Aurora velgerðarsjóður hyggst ráðast í nokkur metnaðarfull verkefni í Sierra Leone á komandi misserum. Til að stýra þróunarverkefnum Aurora er leitað að framkvæmdastjóra sem sér um daglega stjórnun þessa verkefnis.

Staðan heyrir beint undir stjórnarformann sjóðsins. Stjórn sjóðsins er skipuð fjórum einstaklingum, öllum búsettum erlendis. Framkvæmdastjórinn hefur aðsetur í Lausanne í Sviss en dvelur að jafnaði um 6 mánuði á hverju ári í Sierra Leone.

Kjörið tækifæri fyrir einstakling sem hefur náð góðum árangri í starfi og langar að takast á við nýjar áskoranir á sviði þróunarmála á erlendri grund.
Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2015. Nánari upplýsingar um starfið veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...