Aurora gerir lánasamning við tvö örlánafyrirtæki í Freetown

20.11.14

Aurora velgerðarsjóður hefur gengið frá lánasamningum við tvö örlánafyrirtæki (microfinance) í Sierra Leone, Grassroot Gender Empowerment Movement (GGEM) og A Call to Business. Samningar þess efnis voru undirritaðir hinn 17. nóvember sl. í Freetown.

Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Aurou velgerðarsjóðs sagði að þessu tilefni að markmið lánveitingarinnar sé að styðja við bakið á smærri fyrirtækjum og um leið auka veg hagþróunar í Sierra Leone. Samkvæmt samningunum fá fyrirtækin tvö hvort um sig 200.000 dollara lán með níu prósent vöxtum. Peningana munu þau endurlána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Sierra Leone. Ólafur vonaðist til þess að lánafyrirgreiðslan leiði til bættra lífskjara í landinu.
David Kamara framkvæmdastjóri A Call to Business kvaðst eftir undirskriftina vera þakklátur fyrir aðkomu Auroru velgerðarsjóðs með þessum hætti, á sama tíma og flestir fjárfestar væru að hverfa frá landinu vegna Ebólu faraldursins. Hann sagði fyrirtæki sitt ánægt með frumkvæðið, enda hafi það verið í leit að aðila sem hefði áhuga á fjárfestingu í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Sierra Leone með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Næg tækifæri byðust í landinu og væru míkrólán rétta leiðin í þessu samhengi að hans mati. Kamara hét því að A Call to Business myndi tryggja að fjármununum yrði ráðstafað með skynsamlegum hætti til góðra verkefna.

Michael Kamara framkvæmdastjóri GGEM segir örlán vera afar mikilvæg í efnahagsþróun allra landa. Þau geta stuðlað að aukinni framleiðni og um leið bætt lífskjör. Hann sagði að GGEM myndu lána peningana áfram til fyrirtækja með það fyrir sjónum að lánafyrirgreiðslan hámarki jákvæði áhrif á lífsskilyrði íbúa og hagkerfis Sierra Leone.
Framkvæmd lánasamninganna mun lúta ársfjórðungslegri eftirfylgni sem ráðgjafarfyrirtækið AYANI í Sierra Leone annast fyrir hönd Auroru velgjörðarsjóðs. AYANI mun fylgjast með því að framlögin verði nýtt á sem skynsamlegasta hátt.

Lítil og meðalstór fyrirtæki í Sierra Leone hafa átt undir högg að sækja undanfarin misseri vegna áhrifa Ebólu sjúkdómsins. Aðgengi þeirra að fjármálaþjónustu hefur þrengst verulega, sérstaklega að lánafyrirgreiðslu. Þau fyrirtæki sem hafa átt kost á lánum hafa boðist þau á óaðgengilegum kjörum. Aurora vill því með framtaki sínu bæta aðgengi þessara mikilvægu fyrirtækja að lánsfjármagni til uppbyggingar.

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...