Fundur með forseta Sierra Leone

20.11.14

Fulltrúar Auroru velgerðasjóðs áttu fund með forseta Sierra Leone Dr.Ernest Bai Koroma í State House í boði forsetafrúarinnar.  Markmið fundarins var að kynna fjárfestingaáætlun sjóðsins fyrir fiskiðnaðinn í landinu og framlag sjóðsins til góðgerðamála í Sierra Leone.
Fulltrúi forsetafrúarinnar kynnti fulltrúa sjóðsins fyrir forsetanum og sagði jafnframt að sjóðurinn hafi unnið í landinu frá 2005 og hafi á þeim tíma byggt 67 skóla, þjálfað 270 kennara og formað fjölmarga mæðraklúbba í Kono héraði.    Hann tjáði forsetanum jafnframt að sjóðurinn hyggðist fjárfesta í Sierra Leone í gegnum viðskiptahlið sjóðsins með því að taka að sér rekstur löndunarstöðva í landinu.
Stjórnarformaður sjóðsins Ólafur Ólafsson tjáði forsetanum það að sjóðurinn, í gegnum sjávarútvegsfyrirtæki sitt hefði tekið þátt í uppboðsferli fyrir löndunarstöðvar og hefði fengið þrjár af fjórum löndunarstöðvum sem boðið var í.  Þó ætti enn eftir að ganga frá samningum en það væri langt komið.  Hann bætti við að þessar þrjár löndunarstöðvar myndu ráða um 300 starfsmenn og yrði meirihluti þeirra fólk af staðnum.  Hann sagði jafnframt að sjómennirnir og starfsmenn löndunarstöðvanna fengju þjálfun í meðhöndlun fisks við veiðar og framleiðslu.  Jafnframt fengju þeir aðgang að betri verkfærum til að bæta veiðigetu og gæði.
Forsetinn Dr.Koroma bauð þá velkomna og þakkaði þeim fyrir að heimsækja landið hans á þessum erfiðu tímum.  Hann var glaður að heyra að sjóðurinn hefði unnið í landinu frá 2005 og tekið þannig þátt í uppbyggingunni og bætt þannig líf fjölmargra íbúa með stuðningi við menntun og nú einnig með spennandi fjárfestingaáætlunum.
Forsetinn sagði jafnframt að hann væri mjög hrifinn af nálgun sjóðsins á viðfangsefnum sem og  heildarsýn.  Hann sagði að sjóðurinn væri sá fyrsti til að blanda saman góðgerðum og viðskiptum sem mun geta leitt af sér sjálfbærni þe að viðskiptahlíðin muni styðja góðgerðahliðina sem á sama tíma mun hafa jákvæð áhrif á tekjur og viðskiptaþróun fólksins á staðnum.    Hann þakkaði fyrir það að Sierra Leone væri blessað með gjöfulum fiskimiðum og væru margir að vinna við þau en því miður ekki að uppskera mikið sem og að áhrif þessa á samfélagið væri ekki eins mikil og þau gætu orðið.  Hann endaði fundinn á því að óska sjóðnum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekst á við og lofaði fullum stuðningi við þau.