Úthlutun til dóttursjóða og Menntaverkefnis Auroru í Sierra Leone

15.02.12

Fimmta úthlutun Auroru velgerðasjóðs fór fram þann 15. febrúar sl. þegar 85 milljónum króna var veitt til Hönnunarsjóðs Auroru, Kraums tónlistarsjóðs og Unicef.

Stjórn Auroru velgerðasjóðs ákvað í samræmi við úthlutunarstefnu sjóðsins að aðlaga þessa úthlutun betur að erfiðu ástandi á fjármálamörkuðum.  Miklar sviftingar á mörkuðunum gera það að verkum að ávöxtun sjóðsins er minni en á upphafsárum hans, en samkvæmt markmiðum Auroru þá skal úthlutun vera sem nemur ávöxtun sjóðsins hverju sinni.  Það má því gera ráð fyrir að úthlutanir næstu ára taki mið af þessum breytingum.  Það skal þó tekið fram að þrátt fyrir hrun á fjármálamörkuðum á árinu 2008 og erfiðst ástands í framhaldinu, þá stendur sjóðurinn styrkum fótum eftir sem áður.

Þessi fimmta úthlutun sjóðsins samanstóð af 40 milljón króna styrk til Menntaverkefnisins í Sierra Leone sem unnið er í samstarfi við menntayfirvöld þar í landi og Unicef á Íslandi og í Sierra Leone.  Þetta er fimmta og jafnframt lokagreiðslan í þessu stærsta og jafnframt veigamesta verkefni sjóðsins frá upphafi að byggja upp barnvænt menntakerfi og skólahúsnæði, einkum með þarfir stúlkubarna í huga.  Alls hefur sjóðurinn því ráðstafað um 240 milljónum króna til verkefnisins að meðtöldum 36 milljónum króna sem stofnendur sjóðsins lögðu til áður.
Hönnunarsjóður Auroru fær 25 milljónir króna sem er jafnframt fyrsta greiðslan af 75 milljónum sem honum voru veittar þegar stjórn Auroru ákvað að veita Hönnunarsjóðnum framhaldslíf til þriggja ára í viðbót.   Hönnunarsjóðurinn mun áfram fylgja þeirri stefnu að styrkja framúrskarandi hönnuði með heilsteypta viðskiptahugmynd og skýra framtíðarsýn.

Kraumur tónlistarsjóður fékk 20 milljónir króna til að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, aðvelda þeim að koma listsköpun sinni og verkum á framfæri.

Guðbjörg from KerRvk is here!

Guðbjörg from KerRvk is here!

The center busses with life everyday, and the humor and happiness in the air are very tangible. Guðbjörg is here! Guðbjörg Káradóttir is the founder of Ker, a brand based in Reykjavik Iceland. All items by Ker are designed and handmade on the wheel with passion and...

Equipping the youth of Sierra Leone for the age of digitization

Equipping the youth of Sierra Leone for the age of digitization

On Friday the 16th of December we got together with Isata Jallo. Isata Jallo was a member of  Aurora Impact’s second Cohort. We decided to meet at the launch of Freetown design and creative art network, a collaborative project between Freetown and Milan...

The power of photography

The power of photography

  Hickmatu is a young inspiring Sierra Leonean photographer, we got to know Hickmatu when she joined Aurora Impact's 3rd Cohort back in 2020. We have kept a close eye on her since then, and it has been inspiring to say the least, to see the beauty she has created...