Haustúthlutun Hönnunarsjóðsins

21.10.10

Hönnunarsjóður Auroru veitir 6.000.000 til fjögurra verkefna.  Þetta er fimmta úthlutun úr sjóðnum síðan hann var stofnaður þann 13.febrúar 2009.  Ákveðið var að hafa þrjár úthlutanir á þessu ári til þess að koma til móts við verkefnahraða.

Þriðja úthlutun Hönnunarsjóðs Auroru fyrir árið 2010 fór fram þann 21. október í húsnæði sjóðsins að Vonarstræti 4b.

Sjóðurinn hefur leitast við að styrkja hönnuði með heilsteypta viðskiptahugmynd og skýra framtíðarsýn með það í huga að stuðningur sjóðsins hafi afgerandi áhrif í ferli viðkomandi hönnuðar í átt til frekari fjármögnunarmöguleika og/eða sjálfbærni. Í þessari úthlutun voru fjórir hönnuðir styrktir til frekari þróunar og framgangs verkefna sinna.  Hönnunarsjóðurinn hefur mótað sér þá stefnu að fylgja eftir völdum verkefnum þannig að sá árangur sem viðkomandi hönnuður stefnir að megi nást.
Þrír hönnuðir fá framhaldsstyrki að þessu sinni til frekar eflingar verkefna sinna en einn hönnuður er að fá styrk í fyrsta skipti úr sjóðnum.
Þeir hönnuðir sem fengu úthlutað eru:
VERKEFNI: EAU DE PARFUM

VERKEFNI: KRON BY KRONKRON

VERKEFNI: FRAMLEIÐSLA SÉRVERKEFNA

VERKEFNI: MUNDI

Nánari upplýsingar um styrki og störf Hönnunarsjóðs Auroru er að finna á www.honnunarsjodur.is