The team is back together!

21.08.20

Við erum búin að opna á ný! Regína og Suzanne flugu loks aftur til Freetown í síðustu viku, eftir að hafa verið 5 mánuði í burtu. Eftir að ferðalangarnir höfðu klárað skildu COVID19-prófin (sem voru öll neikvæð!) opnaðum við skrifstofuna á ný formlega og er hún nú opin daglega eins og áður. Hinn hluti starfsliðs Auroru hafa haldið verkefnunum í Sierra Leone á floti og hist einu sinni í viku á skrifstofunni undanfarna mánuði (takk Veronic,a Makalay, Foday & Juma!), og við gætum ekki verið glaðari að vera öll sameinuð á ný og geta komið öllum verkefnum á fullt skrið aftur.

Við munum halda áfram með Pre-Accelerator prógrammið okkar í næstu viku og mun það halda áfram næstu 6 vikurnar. Einnig munum við keyra í gang fljótlega önnur námskeið eins og t.d. tölvunámskeið og við erum búin að opna fyrir umsóknir í næsta Pre-Acclerator prógram hjá okkur. En meira um þetta allt síðar!

Samstarf við Fashion industry insiders

Samstarf við Fashion industry insiders

Þann 5. maí síðastliðinn var haldin einskonar uppskeruhátíð þar sem Fashion industry insiders, í samstarfi við Sierra Leoníska fatahönnunarfyrirtækið Izelia og Aurora hélt tískusýningu á Country Lodge hótelinu hér í Freetown. Fashion industry insdiers leitt af Edmond...

Fjórði árgangur útskrifaður!

Á miðvikudaginn útskrifuðum við fjórða árgang StartUP (áður pre-acceleration) prógrammsins okkar og hann var jafnframt sá stærsti hingað til! Þrettán metnaðarfullir frumkvöðlar útskrifuðust úr prógramminu og eru tilbúin að þróa fyrirtækin sín enn frekar og halda áfram...

Stofnendur Aurora velgerðasjóðs í Freetown

Stofnendur Aurora velgerðasjóðs í Freetown

Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson, stofnendur Aurora velgerðasjóðs, komu til Sierra Leone eftir nokkurt hlé vegna covid heimsfaraldursins og voru í Freetown of nágrenni nokkra daga í maí. Heimsóttu þau meðal annars Lettie Stuart Pottery setrið og...