Ný myndbönd og youtube síða

19.04.18

Meginmarkmið verkefnisins Sweet Salone er að efla handverk og hönnun í Sierra Leone, meðal annars í gegnum samstarf við íslenska hönnuði. Til að kynna það öfluga handverksfólk sem við höfum starfað með í verkefninu, höfum við nú framleitt myndbönd þar sem þau segja frá störfum sínum og upplifun af samstarfinu.

Einnig hefur Aurora opnað sína eigin youtube rás þar sem við munum safna saman myndböndum gerðum um starfsemi sjóðsins. Sjón er sögu ríkari!