Life by Design fær gefins tölvur

15.12.16

Þriðji og síðasti hlutinn af tölvuverkefninu sem Aurora hefur staðið fyrir nú í haust í samvinnu með SAMSKIP, Arion banka og Idt labs, átti sér stað nú í morgun þegar Aurora afhenti Life by Design fimm tölvur.

Life by Design er miðstöð í Freetown, Sierra Leone, fyrir ungt fólk og frumkvöðla sem eru að taka sín fyrstu skref í atvinnulífinu. Markmið miðstöðvarinnar er einkum tvennt: annars vegar að styðja við unga frumkvöðla með því að veita þeim 3-6 mánaða handleiðslu við að m.a. setja upp viðskiptaáætlun og stíga fyrstu skrefin nauðsynleg til þess að setja upp fyrirtæki, hins vegar að aðstoða ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á atvinnumarkaðinum, m.a. með þjálfun í að fara í starfsviðtöl og leiðbeina við gerð ferilskrár.

Tölvurnar sem afhentar voru í morgun verða notaðar til þess að setja upp lítið tölvuver þar sem skjólstæðingar Life by Design munu hafa aðgang að tölvum til þess að vinna verkefnin sín og geta þá notið beinnar handleiðslu starfsfólks miðstöðvarinnar.Life By Design 2

 

 

The Journey of Jenneh Foday

The Journey of Jenneh Foday

                                                                                                                                                                                        In Sierra Leone, the journey of women entrepreneurs is often met with...