Til hamingju Kraumsverðlaunahafar 2020!

14.12.20

GUGUSAR, INGIBJÖRG TURCHI, SALÓME KATRÍN, SKOFFÍN, ULTRAFLEX OG VOLRUPTUS hlutu Karumsverðlaunin árið 2020. Við hjá Auroru velgerðasjóði óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin!

Kraumsverðlaunin voru afhent í þrettánda sinn á Laugaveginum síðdegis sl. fimmtudag. Í stað hefðbundins verðlaunahófs innandyra voru verðlaunin veitt undir berum himni á Laugaveginum í tengslum við tónleikaseríuna Talið í Tónum – Jóladagal sem fer fram í allan desember fram að jólum og fram koma íslenskir listamenn úr öllum áttum, m.a. fjölmargir verðlaunhafar og listamenn sem tilnefndir eru til Kraumsverðlaunanna í ár.

 

Kraumsverðlaunahafinn Salóme Katrín, sem á dögunum gaf út sína fyrstu breiðskífu Water, spilaði á verðlaunafhendingunni.

 

Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 eru Auður, Cell7, Daníel Bjarnason, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Lay Low, Mammút, Ólöf Arnalds, Retro Stefson og Sóley.

Dómnefnd verðlaunanna eru  skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar, enda fór dómnefndin yfir og hlustaði á 439 hljómplötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sitt.

Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa rúmlega sjötíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferli sínum.

Við hjá Auroru velgerðarsjóð stöndum að Kraumsverðlaununum.

Kraumsverðlaunanin 2020 hljóta:

  • Gugusar – Listen to this Twice
  • Ingibjörg Turchi – Meliae
  • Salóme Katrín – Water
  • Skoffín – Skoffín hentar íslenskum aðstæðum
  • Ultraflex – Visions of Ultraflex
  • Volruptus – First Contact
——————————————————————————————-

DÓMNEFND 

Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af níu manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir, Maria Lilja Thrastardottir Kemp, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir.

 

 

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...