Fyrsti Sweet Salone gámurinn

20.02.21

Aurora velgerðasjóður sendi nú á dögunum í fyrsta sinn úr höfn, fullan gám af Sweet Salone vörum, sem allar eru handgerðar í Sierra Leone. Viðkomustaðir gámsins eru Reykjavík og vesturströnd Bandaríkjanna. Um er að ræða stórt skref fyrir Auroru og allt handverksfólkið sem við vinum með. Við hlökkum til að sjá afraksturinn og halda áfram á sömu braut til að styðja við og efla handverk, atvinnusköpun, tækifæri til vaxtar fyrir einstaklinga og samfélög og síðast en ekki síst Sierra Leonískan útflutning.