Aurora styður við Technovation Girls!

02.12.19

Technovation eru alþjóðleg frjáls félagasamtök sem einblína á að styrkja ungar stúlkur og fjölskyldur þeirra með  tæknimenntun. Technovation er með verkefni og námskeið út um allan heim fyrir stelpur á aldrinum 10-18 ára, þar sem þær öðlast færni í að verða tæknifrumkvöðlar og leiðtogar. Tölurnar sýna að eftir að hafa lokið námskeiði hjá Technovation hafa 58% stúlknanna skráð sig í tölvunarfræði.

Stelpurnar vinna í litlum hópum með leiðbeinanda. Frá árinu 2009 hafa yfir 10.000 stelpur tekið þátt í námskeiðum hjá Technovation í yfir 78 löndum, og hafa 1700 smáforrit verið búin til af þátttakendum Technovation.

Í ár kom Technovation í fyrsta sinn til Sierra Leone og er Aurora velgerðasjóður stoltur styrktaraðili Technovation Girls í Sierra Leone. Auk fjárframlaga hefur Aurora útvegað þeim sex fartölvur, sem Íslandsbanki hafði gefið Auroru. Tölvurnar verða notaðar af stúlkunum til að öðlast grunnkóðunarhæfileika og til að þróa símaforrit sem eiga að leysa raunveruleg vandamál.

Aurora Impact Celebrates Success of Dynamic 3-Day Training with WODA

Aurora Impact Celebrates Success of Dynamic 3-Day Training with WODA

In a vibrant culmination of knowledge and entrepreneurial spirit, Aurora Impact has recently wrapped up a three-day training session in collaboration with the Women Development Association Sierra Leone (WODA). With over 42 dedicated participants who brought an...

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

From November 7th to November 14th, the esteemed board of the Aurora Foundation graced our organization with their presence. During their stay, they had the opportunity to familiarize themselves with our newly onboarded staff and paid visits to the talented artists...