Velgerðasjóðurinn kynntur til sögunnar

23.01.07

Tilkynnt var um stofnun velgerðasjóðsins, sem síðar hlaut nafnið Aurora, á fréttamannafundi á Hótel Borg í Reykjavík að morgni laugardags 20. janúar 2007. Fundarboðendur birtu eftirfarandi fréttatilkynningu um það sem var á dagskrá hjá þeim:

Hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, hafa stofnað velgerðasjóð og leggja honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins, sem eru arður og vaxtatekjur af stofnfé, verður annars vegar varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og hins vegar til að göfga mannlíf á Íslandi með því að styrkja verkefni á sviði menningar, mennta og lista í samræmi við samþykktir sjóðsins og ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni. Ætla má að árlega verði til ráðstöfunar 100-150 milljónir króna.

Fimm manna stjórn ber ábyrgð á stefnumörkun og rekstri sjóðsins. Í henni sitja, auk Ingibjargar og Ólafs, Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, Sigurður Guðmundsson landlæknir, sem nú sinnir hjálparstörfum í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, og Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og stjórnarmaður í UNICEF á Íslandi. Stjórnin setur sér nánari starfsreglur en miðað er við að hún geri grein fyrir styrkjum úr sjóðnum snemma á ári hverju, í fyrsta sinn árið 2008.

Menntaverkefni í Síerra Leóne og Landnámssetrið í Borgarnesi

Sjóðsstofnunin nú er í beinu framhaldi af tveimur tilteknum verkefnum sem Ingibjörg og Ólafur taka þátt í hérlendis og erlendis um þessar mundir og hafa varið til alls á annað hundrað milljóna króna. Annars vegar styrkja þau umfangsmikið menntaverkefni á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Afríkuríkinu Síerra Leóne. Það er fólgið í því að reisa 50 samfélagsskóla í samvinnu við menntamálaráðuneyti landsins og er skólunum jafnframt séð fyrir húsgögnum og öðrum búnaði. Um 100 kennarar verða þjálfaðir til starfa í nýju skólunum og nemendum útveguð nauðsynleg kennslugögn. Hins vegar styrktu þau uppbyggingu Landsnámssetursins í Borgarnesi í minningu foreldra Ólafs, sem bjuggu þar í bæ og störfuðu um árabil, Önnu Ingadóttur og Ólafs Sverrissonar.

Fá verkefni og stór frekar en mörg og smá

Ingibjörg og Ólafur sjá fyrir sér að nýi góðgerðasjóðurinn sinni tiltölulega fáum verkefnum hverju sinni en styrki þau myndarlega og markvisst. Þau vilja fylgjast með og taka þátt í verkefnunum eftir því sem unnt er. Þannig hafa þau fylgst náið með gangi mála í Síerra Leóne og með uppbyggingu og rekstri Landnámssetursins í Borgarnesi. Ingibjörg situr bæði í stjórn UNICEF á Íslandi og í stjórn Landnámssetursins. Ólafur sat um árabil í stjórn Rauða kross Íslands. Viðhorf sín orða þau sjálf á eftirfarandi hátt:

„Samfélagsleg ábyrgð er bæði eðlileg og sjálfsögð og við höfum auk þess einfaldlega áhuga fyrir að beita okkur enn frekar í þróunaraðstoð og til stuðnings ýmsum verkefnum sem bæta og göfga mannlíf á Íslandi. Margt fólk býr við óviðundandi lífsskilyrði í þróunarlöndum en oft þarf lítið til að áorka miklu til batnaðar. Við viljum að sjóðurinn verði virkt og lifandi stuðningsafl í þróunarhjálp og unnið verði í nánu samstarfi við stjórnvöld og íbúana sjálfa á hverjum stað, líkt og við höfum gert í Síerra Leóne. Á Íslandi sjáum við til dæmis fyrir okkur að taka þátt í verkefnum á sviði menningar, lista og menntunar, mannbætandi verkefnum sem koma nærsamfélaginu og jafnvel landsmönnum öllum til góða. Landsnámssetrið í Borgarnesi er gott dæmi. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson eru frumkvöðlarnir sem ýttu úr vör og sannfærðu aðra, þar á meðal okkur, um að vit væri í að setjast með þeim undir árar. Þessu ferðalagi lauk eins og til var stofnað og Landnámssetrið er þegar orðið héraðsstolt Borgarfjarðar og glæsilegur vettvangur menningar og lista sem horft er til úr öðrum landshlutum.“

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...