Forsetafrú Sierra Leone veitir sjúkragögnum móttöku

20.11.14

Aurora hefur nú formlega afhent þau tvö tonn af sjúkragögnum; lyfjum og tækjum til meðhöndlunar á Ebólu sjúklingum í Sierra Leone eftir beiðni frá forsetafrú landsins Frú Sia Nyama Koroma.

FL2

Á myndinni eru Ólafur og forsetafrúin

Við afhendinguna síðastliðinn mánudag 17.nóvember sagði stjórnarformaður sjóðsins Ólafur Ólafsson að Aurora velgerðasjóður gerði sér grein fyrir því að Ebóla væri stórkostlegt vandamál í Sierra Leone og að þjóðin þyrfti hverja þá aðstoð sem möguleg væri til að ná tökum á ástandinu.  Í ljósi þessa hafi sjóðurinn ákveðið að gefa sjúkragögnin til að taka þátt í baráttunni gegn Ebólu.
Hann talaði jafnframt um mikilvægi þess að halda áfram lífinu þrátt fyrir þessar miklu hörmungar og að gera það sem þarf að gera því að það er líf eftir Ebólu sem þarf að takast á við.

Forsetafrúin var mjög ánægð þegar hún tók á móti sjúkragögnunum sérlega þar sem sjóðurinn hafi komið þeim til aðstoðar þegar aðrir erlendir aðilar hafa hrökklast í burtu.  Hún þakkaði Auroru af öllu hjarta fyrir þeirra framlag og ítrekaði mikilvægi sjúkragagnanna í baráttunni gegn Ebólu.

FL3

Á myndinni eru Ólafur og Paul með hluta af sjúkragögnunum

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

We are thrilled to share the remarkable outcome of our latest ICT for Beginners course, which concluded on September 6th. Hosted at the Aurora office training center, this two-week program saw exceptional participation and success. Starting on August 26th, eager young...

Successful compelition of Marketing Bootcamp for UNDP’s Growth Accelerator Programme

Successful compelition of Marketing Bootcamp for UNDP’s Growth Accelerator Programme

                                                                                                                                                                                          We are thrilled to share the success of our recent three-day Marketing Bootcamp,...