Forsetafrú Sierra Leone veitir sjúkragögnum móttöku

20.11.14

Aurora hefur nú formlega afhent þau tvö tonn af sjúkragögnum; lyfjum og tækjum til meðhöndlunar á Ebólu sjúklingum í Sierra Leone eftir beiðni frá forsetafrú landsins Frú Sia Nyama Koroma.

FL2

Á myndinni eru Ólafur og forsetafrúin

Við afhendinguna síðastliðinn mánudag 17.nóvember sagði stjórnarformaður sjóðsins Ólafur Ólafsson að Aurora velgerðasjóður gerði sér grein fyrir því að Ebóla væri stórkostlegt vandamál í Sierra Leone og að þjóðin þyrfti hverja þá aðstoð sem möguleg væri til að ná tökum á ástandinu.  Í ljósi þessa hafi sjóðurinn ákveðið að gefa sjúkragögnin til að taka þátt í baráttunni gegn Ebólu.
Hann talaði jafnframt um mikilvægi þess að halda áfram lífinu þrátt fyrir þessar miklu hörmungar og að gera það sem þarf að gera því að það er líf eftir Ebólu sem þarf að takast á við.

Forsetafrúin var mjög ánægð þegar hún tók á móti sjúkragögnunum sérlega þar sem sjóðurinn hafi komið þeim til aðstoðar þegar aðrir erlendir aðilar hafa hrökklast í burtu.  Hún þakkaði Auroru af öllu hjarta fyrir þeirra framlag og ítrekaði mikilvægi sjúkragagnanna í baráttunni gegn Ebólu.

FL3

Á myndinni eru Ólafur og Paul með hluta af sjúkragögnunum

Canva Training: A Week of Design, Discovery, and Dedication

Canva Training: A Week of Design, Discovery, and Dedication

From the 7th to the 11th of April, the Aurora House in Freetown came alive with energy, curiosity, and creativity as we hosted a one-week intensive training in Canva—a leading design platform empowering visual storytellers across the world. The training, facilitated...