Kraumur úthlutar til Innrásinnar 2011

18.07.11

Kraumur tónlistarsjóður kynnti fimmtudaginn 13. júlí úthlutun sína til verkefna íslenskra listamanna og hljómsveita sem taka þátt í Innrás Kraums 2011. Verkefnavalið er fjölbreytt og tónlistarstefnur margar, allt frá klassískum ljóðasöng yfir í þungarokk og raftónlist.
Þeir sem njóta stuðning Kraums að þessu sinni eru Hallveig Rúnarsdóttir og Gerrit Schuil, hljómsveitirnar Valdimar, Ghostigital og Captain Fufanu, Frelsissveit Nýja Íslands sem leika mun á djasshátíð og Skálmöld sem heimsækir þar að auki Færeyjar. Tónleikaferðin Partíþokan hlýtur hæsta styrkinn að þessu sinni en verkefnið er hugarfóstur Svavars Péturs Eysteinssonar sem fer fyrir hljómsveitinni Prinspóló. Með í för verða FM Belfast, Borko og Sin Fang auk Prinspóló.
Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna og hljómsveita til tónleikahalds innanlands, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni.
Alls bárust 119 umsóknir í nýliðið umsóknarferli Kraums og því ljóst að Kraumur myndi aðeins styðja við lítinn hluta þeirra verkefna sem sóttu um til sjóðsins. Samræmist það yfirlýstri stefnu sjóðsins að styrkja frekar tiltölulega fá verkefni/listamenn – en gera það þannig að stuðningurinn sé afgerandi fyrir viðkomandi listamenn og verkefni þeirra. Í dag er tilkynnt um alls 6 verkefni sem Kraumur mun styrkja og styðja við.
Megintilgangur Kraums er að styrkja íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga tónlistarmenn. Frá því sjóðurinn var settur á laggirnar í upphafi árs 2008 hafa í kringum 80 hljómsveitir og listamenn fengið stuðning úr sjóðnum, auk þess sem Kraumur hefur sjálfur staðið fyrir fjölda verkefna (Hljóðverssmiðjur, Innrásin – stuðningur við tónleikahald innanlands, Kraumsverðlaunin og Kraumslistinn) auk stuðnings við verkefni Músíktilrauna Tónabæjar, Iceland Airwaves, Listahátíð í Reykjavík, Jazzhátíð í Reykjavík, Við Djúpið o.fl.
Verkefnin sem hlutu stuðning í seinni úthlutun Kraums 2011:
Samtals: 2.2 milljónir til sex verkefna
Kraumur tónlistarsjóður , sem var stofnaður í byrjun árs 2008 af Aurora velgerðarsjóði, hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf – fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Markmið Kraums er að styrkja stöðu tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi. Kraumur vill styðja við og ýta undir nýsköpun og metnað á tónlistarsviðinu.

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

We are thrilled to share the remarkable outcome of our latest ICT for Beginners course, which concluded on September 6th. Hosted at the Aurora office training center, this two-week program saw exceptional participation and success. Starting on August 26th, eager young...

Successful compelition of Marketing Bootcamp for UNDP’s Growth Accelerator Programme

Successful compelition of Marketing Bootcamp for UNDP’s Growth Accelerator Programme

                                                                                                                                                                                          We are thrilled to share the success of our recent three-day Marketing Bootcamp,...